Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum 23. nóvember 2008 12:06 Stefán Eiríksson. Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira