„Já það er rétt, Guðmundur Jónsson hefur beðið mig að verja sig í Hæstarétti og það ætla ég að gera," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður.
Eins og kunnugt er hefur Guðmundur Jónsson í Byrginu áfrýjað þriggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Suðurlands til Hæstaréttar.

Brynjar vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið en hann er einnig lögmaður Helgu Haraldsdóttur eiginkonu Guðmundar í meiðyrðarmáli hennar gegn DV.
Guðmundur fékk eins og fyrr segir þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn fjórum konum sem voru skjólstæðingar hans í Byrginu.