Lífið

Madeleine McCann - kvikmyndin

Madeleine McCann
Madeleine McCann MYND/Getty
Foreldrar Madeleine McCann ráðgera nú að selja kvikmyndaréttinn að sögu hennar. Kate og Gerry McCann eru nú í viðræðum við IMG fyrirtækið um réttinn, sem gæti verið hundraða milljóna virði.

Þá munu þau vera að hugleiða að skrifa bók um málið og selja sjónvarpsstöðvum viðtöl, allt til þess að fjármagna áframhaldandi leit að stúlkunni litlu, sem hefur verið saknað frá því í byrjun maí síðastliðins.

Samkvæmt heimildum Sun dagblaðsins kosta einkaspæjarar og auglýsingaherferð Madeleine sjóðinn dágóðar fjárhæðir, en einkaspæjararnir einir munu kosta um 50 þúsund pund á mánuði. Þegar hafa um fimm hundruð þúsund pundum verið eytt úr sjóðnum, og óttast margir að stutt sé í að hann tæmist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×