Handbolti

Ekkert óvænt í N1-deild kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram.
Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram. Mynd/Anton

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag og einn er á dagská klukkan 20.00 í kvöld.

Fram er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir auðveldan sigur á Fylki í dag, 22-11. Liðið er enn taplaust með ellefu sigurleiki og þrjú jafntefli.

Stjarnan vann Akureyri norðan heiða, 21-18, og Grótta vann FH, 36-25.

Í kvöld mætast HK og Haukar í lokaleik þrettándu umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×