Handbolti

Nevalirova aftur valin best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pavla Nevarilova með viðurkenningu sína í dag.
Pavla Nevarilova með viðurkenningu sína í dag. Mynd/E. Stefán

Línumaðurinn Pavla Nevarilova var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir umferðir 10-18. Hún var einnig valin best í fyrstu níu umferðunum.

Nevarilova er leikmaður Fram sem er á toppi deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Fram er með fjögurra stiga forystu á Stjörnuna eftir sautján leiki.

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var valinn besti þjálfarinn en Valsmenn fengu viðurkenningu fyrir bestu umgjörðina.

Lið 10.-18. umferða í N1-deild kvenna:

Markvörður: Florentina Grecu, Stjörnunni

Línumaður: Pavla Nevarilova, Fram

Vinstra horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum

Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni

Hægri skytta: Rut Arnfjörð Jónsdóttir, HK

Leikstjórnandi: Eva Barna, Val




Fleiri fréttir

Sjá meira


×