Enski boltinn

Bolton kvartar undan spænsku lögreglunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Bolton fagna.
Leikmenn Bolton fagna. Nordic Photos / Getty Images

Bolton hefur sent Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) formlega kvörtun vegna framkomu spænsku lögreglunnar í garð stuðningsmanna Bolton á leiknum gegn Atletico Madrid í gær.

Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, sagði að hann myndi fara eins langt og hann kæmist með málið til að fá skýringu á hegðun lögreglunnar.

Bolton sagði að það hefði verið nokkuð um árásir og að lögreglumenn hefðu beitt kylfum sínum án þess að tilefni gæfi til.

Félagið á nú í samstarfi við lögregluna í Manchester og breska sendiráðið til að komast til botns í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×