Fótbolti

Advocaat í þriggja leikja bann

Dick Advocaat, stjóri Zenit St. Pétursborg.
Dick Advocaat, stjóri Zenit St. Pétursborg. Nordic Photos / Getty Images

Hollendingurinn Dick Advocaat var í dag dæmdur í þriggja leikja bann í Evrópukeppninni af aganefnd UEFA.

Þetta þýðir að hann missir af báðum leikjum liðs síns, Zenit St. Pétursborg, í sextán liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Þar mætir liðið Marseille og ef Zenit kemst áfram missir Advocaat einnig af fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum.

Advocaat fékk að líta rauða spjaldið í leik Zenit og Villarreal í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Villarreal vann leikinn, 2-1, en Zenit komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Advocaat hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×