Handbolti

Stórsigur Vals á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í kvöld.
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í kvöld.

Valur mjakaðist nær toppnum í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld með stórsigri á botnliði Akureyrar, 38-22.

Staðan í hálfleik var 18-12, Val í vil, en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur liðsins aldrei í hættu.

Íris Ásta Pétursdóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk og Hafrún Kristjánsdóttir skoraði sex.

Hjá Akureyri var Ester Óskarsdóttir markahæst með sex mörk en þær Auður Ómarsdóttir og Inga Dís Sigurðardóttir komu næstar með fjögur.

Valæur er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig og er nú þremur stigum á eftir toppliði Fram. Í öðru sæti er Stjarnan með 29 stig.

Akureyri er sem fyrr á botni deildarinnar með ekkert stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×