Örn Arnarson komst í morgun inn í undanúrslit í 50 metra baksundi á EM í sundi á sjöunda besta tímanum.
Hann synti á 25,89 sekúndum og var aðeins einum hundraðshluta úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hann setti í Lúxemborg í lok janúar síðstliðnum.
Undanúrslitin fara fram síðar í dag.
Jakob Jóhann Sveinsson keppti í 200 metra baksundi og komst ekki í undanúrslit. Hann synti á 2:16,46 mínútum og varð í 25. sæti.
