Ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup 20. október 2009 18:30 Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Hann keypti 1,37% hlut í þremur skömmtum í Landsbankanum í júlí og ágúst í fyrra í gegnum félag sitt Sigurður Bollason ehf og greiddi fyrir það þrjá og hálfan milljarð króna. Hlutirnir voru, eftir því sem fréttastofa kemst næst, að mestu leyti keyptir af Landsbankanum með láni frá bankanum sjálfum. Þessir hlutir eru verðlausir en samkvæmt ársreikningi stendur eftir 4,5 milljarða króna skuld. Sigurður keypti einnig hlut í Glitni á síðasta ári í gegnum félag sitt S.Á. Bollason ehf. Sigurður greiddi rúma fjóra milljarða fyrir hlutinn og eftir því sem næst verður komist var Glitnir bæði söluaðili hlutanna og lánveitandi. Hlutabréf í Glitni eru einskis virði í dag og félagið skuldar 4,6 milljarða. Þriðju hlutabréfkaup Sigurðar á síðasta ári voru kaup á 1,16% hlut í Existu í gegnum félag sitt S. Bollason ehf. Hluturinn kostaði um 1,5 milljarð og tók félagið lán fyrir kaupunum á hlutnum. Bréf í Exista eru verðlaus í dag og félagið skuldar 1,8 milljarða. Samkvæmt ársreikningum félaganna þriggja standa yfir viðræður við lánadrottna um uppgjör á lánssamningum sem nema um ellefu milljörðum í tilfelli félaganna þriggja. Engar eignir eru til staðar, eingöngu skuldir, sem þarf að öllum líkindum að afskrifa. Og Sigurður, hann tapar einni og hálfri milljón, upphæðinni sem það kostaði hann að stofna félögin þrjú. Sigurður Bollason er sonur Bolla kaupmanns sem kenndur er við Sautján. Hann stundaði viðskipti í góðærinu meðal annars með Magnúsi Ármanni sem víða er til rannsóknar. Þá eru kreditkortaviðskipti Sigurðar sjálfs til rannsóknar hjá skattyfirvöldum. Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Hann keypti 1,37% hlut í þremur skömmtum í Landsbankanum í júlí og ágúst í fyrra í gegnum félag sitt Sigurður Bollason ehf og greiddi fyrir það þrjá og hálfan milljarð króna. Hlutirnir voru, eftir því sem fréttastofa kemst næst, að mestu leyti keyptir af Landsbankanum með láni frá bankanum sjálfum. Þessir hlutir eru verðlausir en samkvæmt ársreikningi stendur eftir 4,5 milljarða króna skuld. Sigurður keypti einnig hlut í Glitni á síðasta ári í gegnum félag sitt S.Á. Bollason ehf. Sigurður greiddi rúma fjóra milljarða fyrir hlutinn og eftir því sem næst verður komist var Glitnir bæði söluaðili hlutanna og lánveitandi. Hlutabréf í Glitni eru einskis virði í dag og félagið skuldar 4,6 milljarða. Þriðju hlutabréfkaup Sigurðar á síðasta ári voru kaup á 1,16% hlut í Existu í gegnum félag sitt S. Bollason ehf. Hluturinn kostaði um 1,5 milljarð og tók félagið lán fyrir kaupunum á hlutnum. Bréf í Exista eru verðlaus í dag og félagið skuldar 1,8 milljarða. Samkvæmt ársreikningum félaganna þriggja standa yfir viðræður við lánadrottna um uppgjör á lánssamningum sem nema um ellefu milljörðum í tilfelli félaganna þriggja. Engar eignir eru til staðar, eingöngu skuldir, sem þarf að öllum líkindum að afskrifa. Og Sigurður, hann tapar einni og hálfri milljón, upphæðinni sem það kostaði hann að stofna félögin þrjú. Sigurður Bollason er sonur Bolla kaupmanns sem kenndur er við Sautján. Hann stundaði viðskipti í góðærinu meðal annars með Magnúsi Ármanni sem víða er til rannsóknar. Þá eru kreditkortaviðskipti Sigurðar sjálfs til rannsóknar hjá skattyfirvöldum.
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira