Innlent

Kvartaði undan umfjöllun við útgefanda DV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni segir anarkista sitja um hús hans. Mynd/ Anton Brink.
Bjarni segir anarkista sitja um hús hans. Mynd/ Anton Brink.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um hans mál. Þetta er fullyrt á vef blaðsins. Ástæðan fyrir umkvörtunum Bjarna sé sú að fréttaflutningurinn hafi leitt til þess að anarkistar sætu um hús hans og vildu valda honum tjóni.

Hreinn Loftsson segir í samtali við fréttavef DV að hann hafi spurt Bjarna hvers hann ætlaðist til af sér. „Hann var ekkert að skafa af því, hann ætlaðist til þess að ég stöðvaði þennan fréttaflutning. Ég sagði honum, að ég lyti ekki boðvaldi hans. Hann skyldi snúa sér til ritstjórnar DV með athugasemdir sínar og leiðréttingar, en ég hefði ekkert meira við hann að tala," segir Hreinn við fréttavef DV.

DV hefur undanfarna daga fjallað ítarlega um fjárfestingar í lúxusturni í Makaó og hefur Bjarni verið tengdur við þá umfjöllun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×