Viðskipti innlent

Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Kristinsson fær tugmilljarða skuld afskrifaða samkvæmt frétt DV. Mynd/ GVA.
Magnús Kristinsson fær tugmilljarða skuld afskrifaða samkvæmt frétt DV. Mynd/ GVA.
Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. DV greinir frá því í dag að Magnús muni einungis þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. Hluti skuldanna er tilkominn vegna kaupa Magnúsar á Toyota-umboðinu fyrir fjórum árum. Þá segir DV að skilanefnd Landsbankans muni ekki leysa til sín þann kvóta sem Magnús á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×