Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Dr. Gunni skrifar 2. mars 2009 05:00 Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins. Hún segir að kreppan skipti litlu máli. Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til Guðs og verður glöð að nýju. Vísir/GVA Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“ Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“
Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira