Lífið

Eurovision: Röddin er fín sko - myndband

Ellý Ármanns skrifar

„Röddin er fín sko. Laaa... já hún er hérna," sagði Erna Hrönn bakraddarsöngkona áður en hún söng fyrir okkur fyrir utan hótelið í Osló þar sem íslenski Eurovision hópurinn dvelur eftir fyrri rennslisæfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í dag.

Erna var ekki þreytuleg að sjá enda á leiðinni að versla eins og hún segir í myndskeiðinu.


Tengdar fréttir

Eurovision: Íslenska hreinskilnin svínvirkar - myndband

„Ég er bara svo vel upp alin stúlka frá Íslandi," segir Hera Björk meðal annars í samtali okkar í gærdag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á í Osló. „Þetta er bara spurning um að vera maður sjálfur, vera hreinskilin og vera ekkert að reyna að búa til eitthvað annað viðmót en maður er alinn upp við," segir Hera.

Eurovision: Svona dansa þau á sviðinu - myndband

Bakraddasöngvararnir Erna Hrönn, Pétur Örn Guðmundsson og Heiða Ólafs, voru hress þegar þau sýndu okkur danssporin sem þau stíga í Telenor-höllinni í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöldið.

Eurovision: Endalaus viðtöl Heru - myndband

Við settum inn þetta stutta myndskeið sem tekið var af Heru Björk og umboðsmanni hennar, Valla Sport, í gærdag. Þar má sjá Heru ganga á milli fjölmiðlamanna sem fengu aðeins 10 mínútur með henni. Þrátt fyrir þéttskipaða dagskrá náði hún að vera með dóttur sinni og foreldrum í 2 klukkustundir í gær.

Eurovision: Eiríkur Hauks peppar Heru upp - myndband

„Ég er bara að heimsækja Heru og peppa hana aðeins upp fyrir laugardag," segir Eiríkur Hauksson söngvari sem flutti lagið Valentine lost árið 2007 fyrir Íslands hönd en komst ekki upp úr undankeppninni. „Sko lagið er ekki alveg í mínum stíl sko en ég held mikið upp á Heru og lagið er vel samið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×