Erlent

Fólk innlyksa á landamærum

Við landamæri Úsbekistans Yfir hundrað þúsund manns hafa flúið yfir landamærin.nordicphotos/AFP
Við landamæri Úsbekistans Yfir hundrað þúsund manns hafa flúið yfir landamærin.nordicphotos/AFP

Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgisistans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráðabirgðastjórn landsins frá völdum.

Óeirðirnar hafa beinst að Úsbekum, sem eru í minnihluta í landinu. Borgin Osh hefur að stórum hluta verið lögð í rúst og yfir hundrað þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Úsbekistans.

Á þriðjudag lokuðu stjórnvöld í Úsbekistan landamærunum, þannig að fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin eða situr fast á einskismannslandi milli gaddavírsgirðinga hvoru megin.

Bráðabirgðastjórn landsins hefur sakað Kurmanbek Bakijev, fyrrverandi forseta, og fjölskyldu hans um að hafa hvatt til óeirðanna í þeirri von að hætt verði við þjóðar­atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem á að halda 27. júní.

Bakijev hraktist frá völdum í apríl í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn honum.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×