Hrafn Kristjánsson: Ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 17:00 Hrafn Kristjánsson, nýr þjálfari karlaliðs KR. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit