Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja 26. október 2010 05:00 Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. Fréttablaðið/Daníel Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira