Körfubolti

Snæfell vann Lengjubikarinn eftir spennuleik

Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar
Pálmi Freyr Sigurgeirsson í eldlínunni.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson í eldlínunni.

Íslands- og bikarmeistarar Snæfells eru nú einnig handhafar Lengjubikarsins en þeir unnu 97-93 sigur á KR í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Jafnræði var með liðunum en að loknum fyrsta leikhluta leiddi Snæfell með þremur stigum 24-21. KR-ingar náðu að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik 51-47.

Í þriðja leikhlutanum náðu Snæfellingar að jafna en KR hafði tveggja stiga forystu fyrir lokafjórðung 80-78. Það var svo rafmögnuð spenna í lokin.

Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Sean Burton þrist og Snæfell komst yfir í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Atli Rafn Hreinsson setti niður tvö vítaskpi og Snæfell skyndilega komið með forystu 97-93.

Næsta sókn hjá KR misheppnaðist og urðu þetta lokatölur leiksins. Svekkjandi fyrir KR-inga sem fengu nokkur mjög góð tækifæi í leiknum til að skilja mótherja sína eftir.Ekki er hægt að segja að boðið hafi verið upp á fallegan körfubolta í Laugardalshöllinni í dag en úrslitaleikurinn var þó fyrirtaks skemmtun.

Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 33/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/7 fráköst, Sean Burton 18, Atli Rafn Hreinsson 10/6 fráköst, Lauris Mizis 9/5 fráköst, Ryan Amaroso 6/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 1.

KR: Hreggviður Magnússon 24/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/17 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Agust Angantynsson 2/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×