Innlent

Langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi

Sóley Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað.
Sóley Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað.

„Það getur allt gerst, við gætum þurrkast út og við gætum fengið fullt af borgarfulltrúum," sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Sólveigu Bergmann og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni.

Sóley segist njóta þess mest þegar aðstæður eru óvanalegar, „mér finnst það bara skemmtilegt," sagði hún fyrir utan ráðhúsið í Reykjavík þar sem hún kaus fyrir stundu.

Aðspurð út í ummæli hennar varðandi son sinn sem birtust í DV, um að henni þætti sérkennilegt að ala upp dreng, svaraði Sóley: „Já, ég er komin með þykkan skráp. En það er ansi langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi."

Sóley útskýrir síðan að vangaveltur um að ala upp dreng hafi sótt að henni þegar hún fór í sónar á fyrstu mánuðum meðgöngunnar.

„Þá velti ég því fyrir mér hvernig það væri að ala upp strák. Mér finnst fólk leggja mikið á sig til þess að misskilja þessi orð," sagði Sóley rétt áður en hún gekk inn í ráðhúsið til þess að kjósa.

Vinstri grænir missa mann samkvæmt nýjustu könnunum en í öðru sæti er Þorleifur Gunnlaugsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×