Innlent

Kosningaþátttaka í Reykjavík fer sérstaklega hægt af stað

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Kjörsókn í Reykjavík fer mjög hægt af stað. Kjörsókn var um það bil helmingi minni í báðum kjördæmunum í Reykjavík klukkan tíu. Þá höfðu 1,29 prósent kosið í Reykjavík norður.

Á sama tíma í síðustu kosningum árið 2009 höfðu 2,54 prósent kosið. Í þingkosningum árið 1999 höfðu 3,26 prósent kosið á sama tíma því ljóst að kjörsókn getur verið rokkandi fyrsta klukkutímann.

Í Reykjavík suður höfðu 691 kosið klukkan tíu. Það gera 1,57 prósent. Í Alþingiskosningum árið 2009 höfðu 3,15 prósent kosið. Því er ljóst að kosningaþátttakan fer verulega hægt af stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×