Innlent

Hópur vildi draga aftur ESB-umsókn

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Málefnaþing Vinstri Grænna um utanríkismál hófst í gær þar sem mál tengd umsókn Íslands í Evrópusambandið voru meðal þess sem brann á fólki.

Í fundinum kom hópur félagsmanna á framfæri áskorun á forystu flokksins að draga umsóknina til baka, en annars voru utanríkismál rædd almennt.

Að sögn Árna Þórs Sigurðarsonar, þingmanns og formanns utanríkisnefndar, voru mjög góðar umræður á fundinum.

„Þetta þing er í sjálfu sér ekki stofnun innan flokksins og enginn ályktunarvettvangur, Við erum aðallega að reyna að tala saman mað faglegum og málefnalegum hætti."

Þing þetta er hluti af röð þinga þar sem flokksmenn hittast og ræða ákveðin málefni. Umhverfismál voru á oddinum fyrir tveimur vikum, og í upphafi næsta árs verða velferðarmál og og jafnréttismál rædd.

„Við erum að taka þessar meginstoðir flokksins til umfjöllunar," sagði Árni, en á næsta ári verður landsfundur Vinstri Grænna.

Þingið heldur áfram á morgun og lýkur með kynningu á niðurstöðum hópavinnu. -þj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×