Innlent

Vill faglega ráðinn bæjarstjóra í Mosfellsbæ

Framsóknarflokkurinn fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn í kosningunum 2006, Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylkingin tvo og VG einn.
Framsóknarflokkurinn fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn í kosningunum 2006, Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylkingin tvo og VG einn.
Marteinn Magnússon, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, vill að eftir kosningarnar um næstu helgi verði bæjarstjóri bæjarfélagsins ráðinn faglega. Hann segir að stjórnsýslan eigi að vera fagleg og að allar ákvarðanir hennar eigi að byggja á jafnræði og meðalhófi.

Ópólitískur bæjarstjóri var í Mosfellsbæ á árunum 1994-2002 öfugt við síðastliðinn átta ár. „Þetta fyrirkomulag hefur að mörgu leyti reynst illa. Pólitískur bæjarstjóri setur óhjákvæmilega mark sitt sem slíkur á daglega stjórnsýslu sem þó á að vera fagleg og jöfn gagnvart öllum þeim sem þjónustu hennar njóta," segir Marteinn í pistli sem hægt er að lesa hér.

Framsóknarflokkurinn fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn í kosningunum 2006, Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylkingin tvo og VG einn. Í framhaldinu mynduðu VG og Sjálfstæðisflokkur meirihluta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×