Innlent

Aldrei fleiri konur í framboði til sveitarstjórnarkosninga

Á kjörstað. Aldrei hafa konur verið jafn margar í sveitarstjórnarkosningum.
Á kjörstað. Aldrei hafa konur verið jafn margar í sveitarstjórnarkosningum.

Hlutfall kvenna í framboði til sveitarstjórna er hærra en nokkru sinni áður, eða 1.331 kona á móti 1.515 körlum samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Konur eru því 46,8% frambjóðenda. Ef eingöngu eru skoðuð hlutföll kvenna og karla í efstu sætum framboðslista breytist myndin þó umtalsvert.

Hlutfall kvenna í fyrsta sæti framboðslista sem nú bjóða fram er 24,9% á móti 75,1% karla. Konur í öðru sæti framboðslista eru hins vegar 62,2% en karlar 37,8%.

Ef skoðað er hlutfall kvenna og karla í fjórum efstu sætum allra framboðslista kemur í ljós að karlar skipa 55% þessara sæta en hlutfall kvenna er 45%.

Hægt er að lesa nánar um málið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×