Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 15:30 Unnur Tara Jónsdóttir skorar hér tvö af 27 stigum sínum í oddaleiknum. Mynd/Vilhelm KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3) Dominos-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3)
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik