Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 15:30 Unnur Tara Jónsdóttir skorar hér tvö af 27 stigum sínum í oddaleiknum. Mynd/Vilhelm KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3) Dominos-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira