Innlent

Krakkarnir og klámvæðingin

Ingimar Karl Helgason skrifar

Viðhorf íslenskra unglinga í jafnréttismálum eru íhaldssamari nú en áður. Ráðamenn telja þessa þróun alvarlega.

Ný könnun sýnir að upp undir 4 af hverjum 10 íslenskum piltum, á aldrinum 16-20 ára, telur að karlar eigi að ganga framar konum um störf. 14% pilta vilja ekki að konur vinni úti.

Tólf ára grunnskólabörn virðast hins vegar ekki vera eins íhaldssöm í skoðunum sínum á jafnréttismálum og unglingarnir.

Ingimar Karl Helgason, fréttamaður, fer ítarlega yfir nýja viðhorfskönnun og leitast við að skýra og sýna hvers vegna viðhorf ungmenna í jafnréttismálum hafa breyst.

Klámvæðing hefur verið nefnd til sögunnar í þessu samhengi, en yfir helmingur íslenskra unglingspilta skoðar klám í hverri viku; einn af hverjum fimm á hverjum einasta degi.

Enn fremur hefur aukin einstaklingshyggja eða frjálshyggja verið nefnd til sögunnar. Hins vegar er alls óvíst að unglingarnir séu eins frjálsir til að velja og þeir sjálfir telja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×