Erlent

Abbaðist upp á ranga flugfreyju

Óli Tynes skrifar
Ekki abbast upp á Lorin Gorman.
Ekki abbast upp á Lorin Gorman.

Kinman Chan er þrítugur og vel á sig kominn. Hann taldi sig því ekki myndu eiga í vandræðum með hina fimmtíu og eins árs gömlu þriggja barna móður sem sagði honum að setjast í sæti sitt og þegja, þegar hann var með uppsteit um borð í flugvél US-Air frá Filadelfíu til San Francisco.

Chan rak olnbogann þéttingsfast í andlit hennar. Nema hvað olnboginn náði ekki alla leið.

Það sem Chan vissi ekki var að auk þess að hafa tuttugu og sex ára reynslu sem flugfreyja var Lorin Gorman með svart belti af fjórðu gráðu í Tae Kwon Do.

Það næsta sem Chan vissi var að hann sat hálfkyrktur í sæti sínu, vandlega reyrður niður.

Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi og 250 þúsund dollara sekt fyrir að skapa hættu í farþegaflugi.

Chan sagði sér til afsökunar að hann tæki maríúana sér til lækninga og hefði tekið tvöfaldan skammt áður en hann fór í flugið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×