Innlent

Tölvupóstur úr ráðuneyti afhjúpar spunavél ríkisstjórnar

Tölvupósturinn líkt og hann birtist á forsíðu Grapevine.
Tölvupósturinn líkt og hann birtist á forsíðu Grapevine.
Grapevine birtir tölvupóst sem sagður er sýna fram á hvernig spunamenn ríkisstjórnarinnar reyndu að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um Magma málið í dag.

Tölvupósturinn barst bandarískum blaðamanni fyrir mistök og sendi blaðamaðurinn póstinn í kjölfarið til Reykjavík Grapevine sem birtir svo póstinn á heimasíðu sinni í dag. Pósturinn er frá aðstoðarmanni menntamálaráðherra og virðist ætlaður aðstoðarmanni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

Elías Jón Guðmundsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra.
Í póstinum talar Elías um blaðamann að nafni „Dodda" sem hann ætli að senda upplýsingar um efni blaðamannafundsins.

„Doddi vill ólmur fá að skúbba einhverju fyrir fundinn og sé ég ákveðið tækifæri í því að láta það eftir honum," segir Elías.

Ástæðan fyrir því að Elías telur það jákvætt að senda þessum tiltekna blaðmanni upplýsingar á undan öðrum er: „Þannig getum við sett fókusinn á eitthvað eitt atriði sem við viljum að fjölmiðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fundinn."

Því næst kemur tillaga að texta til að senda umræddum blaðamanni.

Tölvupóstinn má lesa í heild sinni á heimasíðu Grapevine blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×