Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 20:58 KR-konur eru Íslandsmeistarar. Mynd/Vilhelm KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira