Viðskipti innlent

Álverin gætu hagnast um 38 milljarða aukalega í ár

Fari svo að heimsmarkaðsverð á áli haldist út árið eins og það er í dag gætu íslensku álverin hagnast um 38 milljarða kr. aukalega miðað við meðalverðið í fyrra.

Álverðið stendur nú í 2.612 dollurum á tonnið á málmmarkaðinum í London (LME) miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og hefur ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá LME var meðalverðið á markaðinum 2.197 dollarar á tonnið í fyrra. Mismunurinn þar á milli er því 415 dollarar á tonnið.

Hagstofan hefur ekki upplýsingar um álframleiðsluna á Íslandi fyrir árið í fyrra en árið 2009 nam hún tæplega 814 þúsund tonnum. Reikna má með að framleiðslan hafi verið svipuð eða ívið meiri á síðasta ári.

Miðað við þessar forsendur stefnir í að hagnaður íslensku álveranna í ár verði rúmlega 38 milljörðum kr. meiri en hann var í fyrra. Það er svo framarlega að álverðið lækki ekki mikið það sem eftir er ársins frá því sem það er núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×