Leifur Garðarsson: Mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 10:56 Leifur Garðasson. Mynd/E. Stefán Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira