Körfubolti

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

Jón Júlíus Karlsson í Hveragerði skrifar
Það var gríðarleg gleði hjá liði Njarvíkur eftir leikinn.
Það var gríðarleg gleði hjá liði Njarvíkur eftir leikinn. Karfan.is
„Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

„Þetta lið er með svakalegan karakter. Okkur var spáð falli fyrir tímabilið en núna erum við á leiðinni í úrslitin. Við vorum svakalega hungraðar fyrir  leikinn og svo sáum við í leikskránni hjá Hamar þar sem að var auglýstur að næsti leikur liðsins væri í úrslitunum gegn Keflavík. Það kveikti alveg í okkur," sagði Ólöf Helga sem skoraði 10 stig í kvöld.

„Við héldum ró okkar og við höfðum trú á því að við gætum þetta. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina og hvíla okkur aðeins. Ég get ekki beðið eftir að mæta Keflavík og þetta verður algjör draumaúrslitarimma."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Njarðvík leikur til úrslita gegn Keflavík - Hamar úr leik

Njarðvík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 74-67 sigur liðsins gegn deildarmeistaraliði Hamars í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann einvígið 3-2.

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×