Innlent

Rokkarar fengu syndaaflausn í sundi

Rokkarar og popparar sem tróðu upp á Aldrei fór ég suður um helgina létu líða úr sér mestu þreytuna og fengu syndaaflausn í sundlauginni í Bolungarvík í gær. Þeim var svo boðið upp á hamborgarhrygg í félagsheimilinu.

Það var úrvalslið íslenskra tónlistarmanna sem dýfði sér í sundlaugina í Bolungarvík í gær. Flestir úrvinda eftir hátíðarhöld helgarinnar. Benedikt Sigurðsson stýrði teygjuæfingum, slökunaræfingum og andlegri íhugun.

Þeir sem tóku hvað mest á því um helgina fengu svo bolvíska syndaaflausn og stungu sér á bólakaf í laugina. Sumir voru heppnir og fengu nudd, meðal annars sjálfur Mugison, þjóðsagnarpersóna á Aldrei fór ég suður hátíðinni.

Pabbi hans, Muggi, stóð svo vaktina í félagsheimilinu, þar sem hann henti í humarsúpu og steikti hamborgarhryggi í tugatali fyrir aðstandendur hátíðarinnar sem allir gefa vinnu sína. Kvöldinu lauk svo með balli þar sem hljómsveitirnar Grafík og Síðan Skein Sól, báðar með Helga Björns í broddi fylkingar tróðu upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×