Fjölnisstrákarnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson hafa ákveðið að fara í sama háskóla í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þeir hafa samþykkt að spila með Newsberry college í Norður-Karólínu sem er í 2. deild bandaríska háskólaboltans.
Ægir ákvað að fara til Dave Davis í Newsberry þrátt fyrir að hafa fengið áhuga frá stórum 1. deildarskólum eins og Gonzaga og Davidson en Davis, þjálfari Newsberry-skólaliðsins, talar um það í frétt á heimasíðu skólans að Ægir umræddir skólar hafi verið á eftir Ægi.
Þeir Ægir og Tómas hafa verið í stóru hlutverki með Fjölni í Iceland Express deildinni undanfarin tímabil og Ægir Þór hefur verið kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðustu tvö ár.
Ægir var með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðataltali í Iceland Express deildinni í vetur en Tómas var með 13,1 stig og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Áður en strákarnir fara út verða þeir í stóru hlutverki með 20 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópukeppninni í Bosníu í sumar. Ægir og Tómas hafa spilað saman upp öll landsliðin og urðu meðal annars Norðurlandameistarar saman í tvígang, 2007 og 2009.
Ægir og Tómas fara í sama skóla í Bandaríkjunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn