Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 21:02 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3. Íslenski körfuboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira