Körfubolti

Ingibjörg aftur með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingibjörg Jakobsdóttir í leik með Keflavík.
Ingibjörg Jakobsdóttir í leik með Keflavík.
Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi í körfuboltaliði Keflavíkur, verður varla meira með á þessari leiktíð þar sem hún er með slitið krossband í hné.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ingibjörg meiddist í Lengjubikarnum áður en tímabilið hófst og hefur því ekkert spilað með liðinu í fyrstu umferðum Iceland Express-deildar kvenna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingibjörg lendir í álíka meiðslum því hún missti af tímabilinu 2008-9 vegna krossbandsslita í hné. Hún er ekki nema 21 árs gömlu.

Ingibjargar er greinilega sárt saknað því að Keflavík steinlá fyrir KR í Meistarakeppni KKÍ í haust auk þess sem liðið tapaði óvænt fyrir nýliðum Fjölnis í fyrstu umferð deildarinnar.

Hún átti stóan þátt í velgengni Keflavíkur á síðustu leiktíð er liðið varð Íslands- og bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×