Lífið

Ánægður aðdáandi Ghostface

Ingimar Bjarni Sverrisson hefur fengið áritaða geislaplötu frá Ghostface Killah aftur í hendurnar.fréttablaðið/valli
Ingimar Bjarni Sverrisson hefur fengið áritaða geislaplötu frá Ghostface Killah aftur í hendurnar.fréttablaðið/valli
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær leituðu aðstandendur RFF-hátíðarinnar að eiganda geislaplötu sem árituð hafði verið af rapparanum Ghostface Killah. Pilturinn hefur nú gefið sig fram og er diskurinn því kominn í réttar hendur.

 

„Ég var eiginlega búinn að gefa þetta upp á bátinn og það kom því skemmtilega á óvart þegar ég las fréttina í blaðinu á föstudaginn. Mig langar að koma sérstökum þökkum til stúlkunnar sem lagði þetta á sig fyrir mig,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, tvítugur námsmaður við Menntaskólann í Hamrahlíð.

 

Aðspurður segist Ingimar ekki hafa verið sérlega bjartsýnn á að fá eiginhandaráritun rapparans þar sem hann stóð í þvögunni. „Ég var kannski í þriðju röð frá sviðinu, ef röð mætti kalla, og var því ekkert hrikalega bjartsýnn á að fá áritun frá honum það var því ánægjulegt þegar stúlkan bauðst til að hjálpa mér.“ Ingimar þurfti að fara fyrr af tónleikunum til að ná fari heim og neyddist því til að skilja diskinn eftir. „Ég áttaði mig ekki á því að stúlkan væri starfsmaður og vissi því ekki hvert ég ætti að leita daginn eftir,“ segir Ingimar, sem er að eigin sögn ánægður með kveðjuna frá Ghostface Killah.- sm

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×