Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Skoðanir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar