Gefið í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög 4. febrúar 2012 12:15 Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna gefur í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008. Með þeim hafi sjóðurinn aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er stærsti almenni lífeyrissjóður landsins, tapaði samtals röskum 80 milljörðum króna á árunum 2008-2010 - en eignir hans í árslok 2010 voru metnar á 310 milljarða. Tapið er því umtalsvert. Langmesta tapið var á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum - eða tæpir 47 milljarðar. Sjóðurinn á nú í deilu við slitastjórnir Glitnis og Kaupþings vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum - eins og bankarnir reikna þá samninga er tapið sjóðsins umtalsvert meira, nánar tiltekið rúmum 33 milljörðum meira. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna, sem er varfærin nokkuð í orðalagi, gerir athugasemdir við ákvörðun sjóðsins að kaupa slíkar gjaldeyristryggingar. Það séu í raun kaup á afleiðum. Til dæmis hafi lífeyrissjóðir á fyrri hluta árs 2008 keypt slíkar tryggingar þegar krónan lækkaði í verði á þeirri forsendu að krónan myndi hækka fljótt aftur og sjóðirnir hagnast. Eins og menn muna hækkaði hún ekki. En það er ekki slök spádómsgáfa sjóðanna sem nefndin gerir athugasemdir við - heldur spyr hún: Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum? Það er sú ákvörðun að hafa skammtímagróða að leiðarljósi sem nefndin gagnrýnir. Í skýrslunni er vitnað í lagagrein þar sem tíundaðir eru möguleikar lífeyrissjóðanna til að ávaxta sitt fé. Þar á meðal er lífeyrissjóðunum heimilt að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu sjóðsins. Orðrétt segir í skýrslunni að það sé "eðlilegt að skilja þetta ákvæði svo að það sé bæði nauðsynlegt og nægilegt skilyrði fyrir afleiðusamningi að hann dragi úr áhættu sjóðsins. Afleiðusamningarnir sem gerðir voru árið 2008 til að tryggja erlendar eignir sjóðanna drógu ekki úr áhættu sjóðsins, heldur þvert á móti juku hana." Tilvitnun lýkur. Með öðrum orðum leiðir nefndin hér líkur að því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður launþega á almennum vinnumarkaði, hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna gefur í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008. Með þeim hafi sjóðurinn aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er stærsti almenni lífeyrissjóður landsins, tapaði samtals röskum 80 milljörðum króna á árunum 2008-2010 - en eignir hans í árslok 2010 voru metnar á 310 milljarða. Tapið er því umtalsvert. Langmesta tapið var á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum - eða tæpir 47 milljarðar. Sjóðurinn á nú í deilu við slitastjórnir Glitnis og Kaupþings vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum - eins og bankarnir reikna þá samninga er tapið sjóðsins umtalsvert meira, nánar tiltekið rúmum 33 milljörðum meira. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna, sem er varfærin nokkuð í orðalagi, gerir athugasemdir við ákvörðun sjóðsins að kaupa slíkar gjaldeyristryggingar. Það séu í raun kaup á afleiðum. Til dæmis hafi lífeyrissjóðir á fyrri hluta árs 2008 keypt slíkar tryggingar þegar krónan lækkaði í verði á þeirri forsendu að krónan myndi hækka fljótt aftur og sjóðirnir hagnast. Eins og menn muna hækkaði hún ekki. En það er ekki slök spádómsgáfa sjóðanna sem nefndin gerir athugasemdir við - heldur spyr hún: Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum? Það er sú ákvörðun að hafa skammtímagróða að leiðarljósi sem nefndin gagnrýnir. Í skýrslunni er vitnað í lagagrein þar sem tíundaðir eru möguleikar lífeyrissjóðanna til að ávaxta sitt fé. Þar á meðal er lífeyrissjóðunum heimilt að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu sjóðsins. Orðrétt segir í skýrslunni að það sé "eðlilegt að skilja þetta ákvæði svo að það sé bæði nauðsynlegt og nægilegt skilyrði fyrir afleiðusamningi að hann dragi úr áhættu sjóðsins. Afleiðusamningarnir sem gerðir voru árið 2008 til að tryggja erlendar eignir sjóðanna drógu ekki úr áhættu sjóðsins, heldur þvert á móti juku hana." Tilvitnun lýkur. Með öðrum orðum leiðir nefndin hér líkur að því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður launþega á almennum vinnumarkaði, hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira