Viðskipti innlent

Skattahækkanir hafa kostað heimilin 23 milljarða

Herkostnaður heimila landsins vegna skattahækkana stjórnvalda frá árinu 2009 nemur um 23 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar á Alþingi.

Margrét spurði hve verðtryggð lán heimilanna hefðu hækkað mikið á þessum tíma vegna skattahækkana og aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.

Í svarinu segir að skattahækkanir hafa hækkað vísitöluna um 1,63% frá 1. febrúar 2009 og þar með hækkað verðtryggð lán heimilanna um fyrrgreinda upphæð.

Í svari við spurningunni um áhrif skattahækkanna á verðtryggð lán fyrirtækja landsins kemur fram að sá kostnaður nemur 4,6 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×