Innlent

Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir undirbýr málflutning sinn í Landsdómi.
Sigríður Friðjónsdóttir undirbýr málflutning sinn í Landsdómi. mynd/ gva.
Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. Hún krafðist þess að Geir yrði dæmdur til refsingar og til að greiða sakarkostnað vegna Landsdómsmálsins.

Sigríður sagði að saksóknari mæti málið þannig að Geir Haarde hafi haft vitund um hættuna sem vofði yfir en hann hafi ekki brugðist við. Sigríður sagði að bankarnir þrír hafi verið kerfislega mkilvægir. Hættan sem vofði yfir hafi valdið því að heill ríkisins hafi því verið í hættu.

Sigriður vísaði í orð Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem sagði að Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi hringt í sig eina helgi um sumarið 2006 og sagt að staða bankanna væri þannig að bankastjórarnir hefðu óttast um að bankarnir gætu ekki opnað mánudaginn á eftir.

Málflutningur Sigríðar hófst á slaginu eitt í dag og er búist við því að hann taki þrjár klukkustundir. Andri Árnason, verjandi Geirs, mun svo flytja mál sitt á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×