Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2012 15:18 Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn. Haukaliðið hefur farið á kostum síðan Tierny Jenkins kom til liðsins en þetta var sjötti sigur liðsins í röð með hana innanborðs. Besti leikmaður liðsins í kvöld var þó Jence Rhoads sem skoraði 31 stig í leiknum þar af 23 í fyrri hálfleik þegar Haukaliðið gerði út um leikinn. Jenkins var með 16 stig og 15 fráköst. Jence Rhoads skoraði tíu stig á fyrstu fimm mínútum leiksins og hjálpaði Haukaliðinu að komast í 13-6. Keflavíkurliðið náði að minnka muninn í eitt stig, 17-18, fyrir lok fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu sextán fyrstu stigin í öðrum leikhluta og voru því komnar yfir í 34-17. Uppgjöfin var hreinlega algjör í liði Keflavíkur sem tapaði leikhlutanum á endanum 27-6 sem þýddi að Haukar voru 45-23 yfir í hálfleik. Jence Rhoads var komin með 23 stig í hálfleik. Sigur Hauka var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum enda bættu þær aðeins í með því að vinna þriðja leikhlutann 16-12. Keflavíkurkonur voru löngu búnar að gefast upp og fara því snemma í sumarfrí í ár.Keflavík-Haukar 52-75 (17-18, 6-27, 12-16, 17-14)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 6, Jaleesa Butler 6/15 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/4 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2.Haukar: Jence Ann Rhoads 31/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tierny Jenkins 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn. Haukaliðið hefur farið á kostum síðan Tierny Jenkins kom til liðsins en þetta var sjötti sigur liðsins í röð með hana innanborðs. Besti leikmaður liðsins í kvöld var þó Jence Rhoads sem skoraði 31 stig í leiknum þar af 23 í fyrri hálfleik þegar Haukaliðið gerði út um leikinn. Jenkins var með 16 stig og 15 fráköst. Jence Rhoads skoraði tíu stig á fyrstu fimm mínútum leiksins og hjálpaði Haukaliðinu að komast í 13-6. Keflavíkurliðið náði að minnka muninn í eitt stig, 17-18, fyrir lok fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu sextán fyrstu stigin í öðrum leikhluta og voru því komnar yfir í 34-17. Uppgjöfin var hreinlega algjör í liði Keflavíkur sem tapaði leikhlutanum á endanum 27-6 sem þýddi að Haukar voru 45-23 yfir í hálfleik. Jence Rhoads var komin með 23 stig í hálfleik. Sigur Hauka var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum enda bættu þær aðeins í með því að vinna þriðja leikhlutann 16-12. Keflavíkurkonur voru löngu búnar að gefast upp og fara því snemma í sumarfrí í ár.Keflavík-Haukar 52-75 (17-18, 6-27, 12-16, 17-14)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 6, Jaleesa Butler 6/15 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/4 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2.Haukar: Jence Ann Rhoads 31/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tierny Jenkins 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira