Sport

Aníta í fjórða sæti á HM

Aníta er hérna með númerið 1352.
Aníta er hérna með númerið 1352.
Hlaupakonan stórefnilega, Aníta Hinriksdóttir, var ekki fjarri því að næla sér í verðlaun í 800 metra hlaupi á HM 19 ára og yngri í kvöld.

Aníta endaði í fjórða sæti í hlaupinu eftir að hafa verið í því þriðja lengstum.

Hún hljóp nálægt sínum besta tíma sem er 2:03,15 mínútur en Aníta hljóp í kvöld á 2:03,23 mínútum.

Árangur Anítu er afar áhugaverður og ekki síst í ljósi þess að hún er aðeins 16 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×