Innlent

Össur segir dóminn yfir Pussy Riot vondan og hann þrengi að málfrelsinu

Össur Skarphéðinsson segir að dómurinn yfir rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot þungur og vondur og að hann þrengi að málfrelsinu. Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins segir Össur að dómurinn hafi komið sér á óvart, „ég hélt að Rússland væri á annarri leið áður en þessi dómur féll," sagði utanríkisráðherrann og bætti við að dómurinn þrengdi að tjáningarfrelsinu.

Liðsmenn sveitarinnar voru dæmdir í tveggja ára fangelsi í gær fyrir að hafa haldið pönktónleika í kirkju og þannig valdið óeirðum og vanhelgað kirkjuna þar sem tónleikarnir fóru fram. Hljómsveitin er svarinn andstæðingur Vladimar Pútíns, forsetisráðherra Rússlands.

Össur segir hljómsveitina hafa móðgað valdhafana með þessum gjörningi, „en íbúar eiga að geta móðga valdhafa í lýðræðisríki án þess að eiga það á hættu að vera stungið í dýflissu," sagði ráðherrann að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×