Erlent

Samdi lag til stuðnings Pussy Riot

Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári.

Fjölmargir listamenn hafa krafist þess að stúlkurnar verði látnar lausar úr haldi. Þar á meðal íslenska tónlistarkonan Björk.

Tónlistarkonan Peaches hefur nú gefið út lag sem kallast einfaldlega „Free Pussy Riot" en í myndbandinu koma fyrir meðlimir hljómsveita á borð við Lykke Li, Peter Bjorn And John og The Hives.

Hvort að myndbandið verði til þess að dómarinn í Rússlandi sýkni stúlkurnar, verður að koma í ljós á föstudag.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×