Erlent

"Pussy Riot" ritað á vegg á morðvettvangi

mynd/AP

Lögreglan í Rússlandi hefur staðfest að mæðgin, sjötíu og sex ára gömul kona og þrjátíu og átta ára gömul dóttir hennar, hafi verið myrt í borginni Kazan.



Yfirvöld í borginni hafa greint fá því að á vettvangi morðsins hafi nafn pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verið ritað vegg.



Fréttamiðillinn Russia Today, sem er ríkisstyrktur fjölmiðill, segir að stafirnir hafi verið skrifaðir í blóði. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af lögregluyfirvöldum í Kazan.



Rannsóknarlögreglumaður í borginni sagði breska ríkisútvarpinu að morðinginn hafi mögulega skrifað nafn hljómsveitarinnar á vegginn til að villa um fyrir lögreglumönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×