Erlent

Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag

Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið.

Þessu máli hafði verið frestað um 10 daga til þess að gefa einni af stúlkunum tækifæri til að skipta út lögmanni sínum.

Eins og kunnugt er voru stúlkurnar dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir guðlast og óspektir í kirkju fyrr í ár.

Ekki er reiknað með að dómur þeirra verði mildaður en nýlega lét Valdimir Putin forseti Rússlands hafa eftir sér að hann teldi að Pussy Riot hefði hlotið réttmætan dóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×