Sport

Kristján Helgi þrefaldur Íslandsmeistari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thelma Rut og Kristján Helgi með verðlaun sín.
Thelma Rut og Kristján Helgi með verðlaun sín. Mynd/Karatesamband Íslands
Kristján Helgi Cassasco úr Víkingi og Thelma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu urðu í gær Íslandsmeistarar í kumite í opnum flokki fullorðinna.

Kristján Helgi varð Íslandsmeistari því auk opna flokksins vann hann sigur í -75 kg flokki og sveitakeppni karla. Raunar vann hann allar sínar viðureignir á mótinu.

Guðbjartur Ísak Ásgeirsson úr Haukum hafði sigur í -67 kg flokki og Pétur Rafn Bryde úr Víkingi varði titil sinn í -84 kg flokki. Slíkt hið sama gerði liðsfélagi hans Diego Björn Valencia í +84 kg flokki.

Helstu úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan

Karlar -67kg

1. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukar

2. Sindri Pétursson, Víkingur

3. Elías Guðni Guðnason, Fylkir

Karlar -75kg

1. Kristján Helgi Cassasco, Víkingur

2. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir

3. Jónas Atli Gunnarsson, Fylkir

Karlar -84kg

1. Pétur Rafn Bryde, Víkingur

2. Kristján Ó. Davíðsson, Haukar

3. Hjálmar Þór Jenssone, Fylkir

Karla +84kg

1. Diego Björn Valencea, Víkingur

2. Pétur Már Gíslason, Haukar

3. Pétur Freyr Ragnarsson, Fylkir

3. Axel K. Baldursson, Fylkir

Opinn Flokkur karla

1. Kristján Helgi Cassasco, Víkingur

2. Diego Björn Valencea, Víkingur

3. Pétur Rafn Bryde, Víkingur

3. Elías Guðni Guðnason, Fylkir

Opinn flokkur kvenna

1. Thelma Rut Frímannsdóttir, Afturelding

2. Helena Montazeri, Víkingur

Liðakeppni karla

1. Víkingur (Kristján H. Carrasco, Diego Björn Valencia, Pétur Rafn Bryde)

2. Haukar (Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Kristján Ó. Davíðsson, Pétur Már Gíslason)

3. Fylkir (Jóhannes Gauti Óttarsson, Elías Guðni Guðnason, Axel K. Baldursson)

Keppni félaga

1. Víkingur 20 stig

2. Haukar 11 stig

3. Fylkir 10 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×