Erlent

Meðlimur Pussy Riot færður vegna átaka við klefafélaga

Maria Alyokhina
Maria Alyokhina

Einn af meðlimum rússnesku pönksveitarinnar, Pussy Riot, hefur verið færð úr fangaklefa sínum, sem hún deildi með öðrum fanga, vegna áreksturs við klefafélagann.



Það er Reuters sem greinir frá málinu en meðlimurinn er Maria Alyokhina, sem er 24 ára gömlu og er, eins og kunnugt er, að afplána tveggja ára refsingu fyrir að vanvirða kirkju í Mosvku ásamt Pussy Riot.



Tveir meðlimanna fengu tveggja ára fangelsi, en sú þriðja er laus úr haldi.



Málið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins, og ekki batnaði það þegar konurnar tvær voru færðar úr fangelsum sínum í Moskvu í fangelsi hundruð kílómetra í burtu.



Ekki er mikið vitað um átökin á milli Maríu og klefafélaga hennar. Upphaflega var greint frá því að konurnar hefðu lent saman vegna rifrildis um trúna, en svo mun ekki vera.



Fangavörður sem Reuters náði tali af sagði að María hefði verið flutt í annan klefa áður en átök kvennanna stigmögnuðust enn frekar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×