Innlent

Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni.



Ásamt lögreglumönnum taka björgunarsveitarmenn og fangaverðir af Litla-Hrauni, sem kunnugir eru staðarháttum, þátt í leitinni á Eyrarbakka.



Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið fyrr í dag. Að sögn lögreglu hafa fjölmargar vísbendingar borist.



Þannig hefur leitin verið tvíefld, enda er sólin aðeins á lofti í örfáa klukkutíma nú þegar styttist í vetrarsólstöður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×