Innlent

Strokufanginn enn ófundinn

Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Vísbrendingar, sem lögreglu hafa borist, hafa ekki komið henni á spor hans. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi hlotið þjálfun í frönsku útlendingahersveitinni, en strokið þaðan.



Lögregla varar fólk við að nálgast Matthías Mána, ef það verður hans vart.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×